Vottaður markþjálfi í kerfislegri teymismarkþjálfun (e. Systemic Team Coaching)
María Ósk Kristmundsdóttir er vottaður markþjálfi með þjálfun frá Academy of Executive Coaching (AoEC). Kerfisleg teymismarkþjálfun er sprottin upp úr þverfaglegri nálgun sem dregur lærdóm af þróun skipulagsheilda, gæðastjórnun, ferlahönnun, íþróttasálfræði og leiðtogafræðum. María sérhæfir sig í að valdeflingu teyma til að skapa sem mest virði fyrir sína hagaðila. Þetta er gert með því að koma á samkomulagi við bakhjarla teymisins um tilgang og stefnu, skapa árangursríkt kerfi til samvinnu og styrkja sambönd innan teymisins um leið og komið er á góðu samstarfi við hagaðila. Kjarni markþjálfunarinnar felst í að teymið og einstaklingar innan þess dragi lærdóm af reynslu sinni í teymisvinnunni til persónulegs vaxtar og þróunar.
María Ósk Kristmundsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri þekkingarmiðlunar hjá afburðasetri Alcoa, þar sem hún stýrir tæknilegri þjálfun og verklagi ásamt verkefnastofu. Hún er með menntun í tölvunarfræði og verkefnastjórnun og hefur gegnt fjölbreyttum störfum innan Alcoa, m.a. sem ferlasérfræðingur, verkefnastjóri og framkvæmdastjóri. María hefur í störfum sínum sérhæft sig í stefnumótun, stafrænni þróun og umbótamenningu.
60 mínútur
Stakt markþjálfunarviðtal sem veitir fólki í forystuhlutverki rými til að skoða eigin áskoranir og tækifæri. Með áherslu á kerfislega hugsun er unnið með ytri og innri áhrifavalda, tengslanet, samskipti og leiðtogastíl.
Dæmi um útkomu viðtals:
Skýrari forgangsröðun, hlutverk eða væntingar
Úrvinnsla úr áskorunum, breytingum, stefnumótun eða nýju samstarfi
Aðferðir:
Speglun og spurningavinna, greining á tækifærum og þróun. Hægt er að byggja ofan á viðtalið með frekari viðtölum eða teymisvinnu.
6-8 klst
Vinnustofa þar sem teymið fær tækifæri til að staldra við, dýpka samvinnu og skerpa sameiginlegar áherslur. Unnið er með lykilþætti árangursríkrar teymisvinnu, þar á meðal markmið og stefnu, hlutverk innan teymisins, innra samstarf, ytri tengsl og samræmi við væntingar hagaðila.
Dæmi um útkomu teymisdags:
Skilgreining á gildum, tilgangi, markmiðum og ásetningi teymsisins.
Greining á styrkleikum og tækifærum innan teymisins.
Greining á tengslum teymisins við önnur teymi og hagaðila.
Mótun aðgerðaráætlunar til áframhaldandi þróunar teymisins.
Aðferðir:
Sjálfsmat, teymisuppbygging, stefnumótun, ferlagreiningar, samtal, speglun. Mögulegt að bæta við einstaklingsviðtölum og eftirfylgni eftir daginn.
6 mánuðir
Heildstætt ferli þar sem unnið er markvisst að teymisþróun með kerfislegri nálgun. Ferlið miðar að því að styðja teymi til að skila sem mestu virði til hagaðila með því að þróa tengsl, traust, valdeflingu og árangursmiðaða hugsun. Ferlið er sniðið að þörfum hvers teymis og aðlagað að starfsumhverfi þess. Ávinningurinn er skýrleiki um gildi, stefnu og vinnuaðferðir, aukin samhæfing innan teymis, sterkari tengsl og bætt frammistaða.
Dæmi um útkomu þróunarferlis:
Greining á tækifærum teymsisins til þróunar
Samkomulag við bakhjarla um tilgang, hlutverk og markmið teymisins .
Skýrari stefna teymsins og sameiginleg ábyrgð á forystu þess.
Samkomulag um vinnuaðferðir teymisins, skipulag og hlutverk innan þess
Skýrari hlutverk teymis gagnvart skipulagsheild og hagaðilum
Aukið traust inann teymis, sameiginleg ábyrgð og lærdómsdrifin menning
Aðferðir:
Upphafsmat s.s. spurningalistar og viðtöl. Teymisfundir, vinnustofur, einstaklingsviðtöl. Samfelld eftirfylgni og endurmat.